Ferill 314. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 372  —  314. mál.
1. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (tryggingagjald o.fl.).

Frá Andrési Inga Jónssyni.


    8. gr. orðist svo:
    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Þrátt fyrir 2. málsl. 2. mgr. 98. gr. skulu álagningar- og skattskrár liggja frammi í tvær vikur með rafrænum hætti á vef Skattsins á árinu 2021 að lokinni álagningu vegna tekna ársins 2020.

Greinargerð.

    Með tillögunni er lagt til að heimila rafræna birtingu álagningar- og skattskráa á árinu 2021 vegna tekna ársins 2020. Þannig er hægt að tryggja að Skatturinn geti tekið tillit til reglna um takmarkanir á samkomum og gætt að almennum sóttvarnasjónarmiðum án þess að víkja til hliðar því aðhaldshlutverki sem felst í birtingu skránna.